Fulltrúar Miðflokksins, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir og fulltrúi Flokk fólksins Ásgerður Jóna Flosadóttir bóka: Aðilar frá Verkfræðistofunni Vatnaskilum komu og fóru yrir vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Af kynningunni að dæma virðast óafturkræfar byggingaframkvæmdir á svæðinu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Vatnsmýrin á sér stað í hjarta Reykvíkinga. Það er mikið ábyrgðarleysi umhverfislega séð af borgaryfirvöldum að leyfa uppbyggingu á þessu svæði sérstaklega í ljósi þess að stefna stjórnvalda er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. Staðbundin áhrif eru komin fram á Hlíðarenda. Lýsum við þungum áhyggjum af ástandinu og þróuninni á svæðinu sem sannar að Reykjavíkurborg hefur misst forystuhlutverk sitt í umhverfismálum.