Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks / Reykjavíkurtjörn, óska eftir kynningu á því hvaða áhrif enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 10
19. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks  óska eftir kynningu á því hvaða áhrif  enn frekari þétting byggðar í Vatnsmýri gæti haft á vatnsbúskapinn í Reykjavíkurtjörn. Óskað er eftir því að sérfræðingur á sviði umhverfis- og auðlindamála annist kynninguna.  Kynnt. 
Svar

Fulltrúar Miðflokksins, Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir og fulltrúi Flokk fólksins Ásgerður Jóna Flosadóttir bóka: “Aðilar frá Verkfræðistofunni Vatnaskilum komu og fóru yrir vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Af kynningunni að dæma virðast óafturkræfar byggingaframkvæmdir á svæðinu hafa mikil áhrif á vatnsbúskap Vatnsmýrarinnar. Vatnsmýrin á sér stað í hjarta Reykvíkinga. Það er mikið ábyrgðarleysi umhverfislega séð af borgaryfirvöldum að leyfa uppbyggingu á þessu svæði sérstaklega í ljósi þess að stefna stjórnvalda er að viðhalda og hreyfa ekki við mýrum og öðru votlendi. Meðan önnur sveitarfélög undirbúa aðgerðir við að moka ofan í skurði á mýrarsvæðum þá mokar Reykjavíkurborg upp Vatnsmýrina með ómældum áhrifum á losun gróðurhúsalofttegunda. Staðbundin áhrif eru komin fram á Hlíðarenda. Lýsum við þungum áhyggjum af ástandinu og þróuninni á svæðinu sem sannar að Reykjavíkurborg hefur misst forystuhlutverk sitt í umhverfismálum.”

Gestir
Ágúst Guðmundsson og Sveinn Óli Pálmarsson frá Vatnaskilum taka sæti á fundinum undir þessum lið.