Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðarkoddar/gangbrautir
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 17
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins  í skipulags og samgönguráði - Óskað er eftir því að umferðakoddar verði fjarlægðir af Strandvegi og settar verði upp gangbrautir líkt og skýrsla er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs leggur til.  Einnig er lögð fram greinargerð og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 6. nóvember 2018. 
Svar

Tillagan er felld með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttir og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Geir Finnsson, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Eyþórs Laxdal Arnalds, Hildi Björnsdóttur og Valgerðar Sigurðardóttur.