Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, öryggi gangandi og hjólandi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags og samgönguráði fara fram á að tafarlaust verði farið í þær úrbætur á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í Grafarvogi líkt og bent er á  í skýrslu er unnin var af umferðaröryggishóp hverfisráðs Grafarvogs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. nóvember 2018.  Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Hildar Björnsdóttur, Eyþórs Laxdal Arnalds og Valgerðar Sigurðardóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bóka: Það frumkvæði íbúa sem kristallast í skýrslu um umferðaröryggismál í Grafarvogi er gott dæmi um gagnlegt starf hverfisráða. Ábendingar íbúa fóru í úttekt hjá sérstökum umhverfisöryggishóp hverfisráðsins og var hann skipaður fagaðilum og íbúm. Í umsögn Umhverfis- og skipulagsviðs er staðfest að ábendingarnar eru margar réttmætar. Það skýtur því skökku við að vísa tillögunni frá. Eðlilegra hefði verið að samþykkja hana með sameiginlegri bókun um forgangsröðun framkvæmda. Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Umferðaröryggisáætlun 2019-2023, sem er í vinnslu fyrir alla Reykjavík, hefur nýlega verið kynnt í skipulags- og samönguráði. Í kjölfarið verða unnar aðgerðaráætlanir fyrir hvert hverfi fyrir sig. Þar er lagt heildstætt mat á vástaði og verður unnið eftir þeirri áætlun til að auka öryggi allra í umferðinni á sem skilvirkastan hátt. Þess má geta að samfellt er unnið að auknu umferðaröryggi um alla borg með sérstakri áherslu á gönguleiðir skólabarna og eru ýmsar tillagðar framkvæmdir í Grafarvogi nú þegar á dagskrá.