Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði, Teinagrindverk.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 19
28. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í samgöngu- og skipulagsráði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að teinagrindverk sem notuð eru til þess að skilja á milli veghelminga verði fjarlægð á þeim vegum sem Reykjavíkurborg hefur umsjón með. Slíkar girðingar eru t.d. á Grensásvegi, Suðurlandsbraut, Réttarholtsvegi og fleiri stöðum. Nú þegar hefur Vegagerðin tekið niður stóran hluta af teinagirðingum á sínum vegum innan borgarmarkanna, enda hafa orðið alvarleg slys vegna þessa teinagirðinga. Teinagirðingarnar eru ekki viðurkennd og árekstraprófuð aðferð við umferðargötur. Ný og viðurkennd útfærsla hefur verið sett í staðin, eins og á Miklubraut. Frestað.