Hagatorg, nýjar gönguþveranir merktar með gangbrautarmerkingum
Hagatorg 1
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 19
28. nóvember, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 5. nóvember 2018 þar sem lagt er til að útbúnar verði gönguþveranir yfir Hagatorg og þær merktar sem gangbrautir með tilheyrandi yfirborðsmerkingu. 
Svar

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og bóka: “Um er að ræða tillögu frá íbúum í vesturbænum sem kemur í gegnum íbúaverkefnið “Hverfið mitt”. Við vekjum athygli á því að fyrirhugaðar gönguþveranirnar verða á svipuðum stað og óskastígur sem í dag liggur yfir mitt torgið. Það er því brýnt að gera þessa leið öruggari fyrir þá fótgangandi vegfarendur sem þegar ganga yfir torgið. Allir hljóta að vera sammála um það. Gert er ráð fyrir að akstursleiðin verði þrengd og lýsing bætt, til að bæta öryggi gangandi vegfarenda. Við leggjum áherslu á að samgöngustjóri metur þessa útfærslu örugga. Auðvitað verður leitað eftir mati lögreglu. Verkefnið er hugsað sem fyrsti áfangi stærra verkefnis þar sem torgið er þrengt niður í eina akrein og gönguleið og fleira gert á torginu sjálfu.”

107 Reykjavík
Landnúmer: 106504 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012242