Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Hér kemur í ljós að SEA greiðir USK fasta mánaðarlega þóknun fyrir hver þau verkefni sem tilgreind eru í þjónustusamningi. Fjárhæð mánaðarlegrar þóknunar nemur rúmum 25,3 milljónum króna eða samtals 304 milljónum króna á ársgrundvelli. Tölurnar gefa vísbendingar um að heilmikilli hagræðingu mætti ná fram ef SEA yrði lögð niður, lögmælt verkefni skrifstofunnar færð undir umhverfis- og skipulagssvið og önnur verkefni færð í hendur einkaaðila.