Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks, umsýslugjöld umhverfis- og skipulagssviðs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 20
5. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks þar sem óskað er upplýsinga um öll umsýslugjöld sem umhverfis- og skipulagssvið hefur fengið greidd vegna verkefna á vegum borgarinnar á tímabilinu 1. Janúar 2014 til 1. nóvember 2018. Óskað er eftir sundurliðun á þessum gjöldum, hverjir greiða þau og hvaða önnur sambærileg gjöld sviðið hefur innheimt á tímabilinu. Gildir þetta eingöngu um verkefni borgarinnar eða eru sviði að innheimta umsýslugjöld vegna annara verkefna? Er rétt að sviðið hafi fengið 16.9 milljónir króna í tekjur vegna braggans við Nauthólsveg? Einnig er lagt fram svar frá fjármálastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs ódagsett.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: Hér kemur í ljós að SEA greiðir USK fasta mánaðarlega þóknun fyrir hver þau verkefni sem tilgreind eru í þjónustusamningi. Fjárhæð mánaðarlegrar þóknunar nemur rúmum 25,3 milljónum króna eða samtals 304 milljónum króna á ársgrundvelli. Tölurnar gefa vísbendingar um að heilmikilli hagræðingu mætti ná fram ef SEA yrði lögð niður, lögmælt verkefni skrifstofunnar færð undir umhverfis- og skipulagssvið og önnur verkefni færð í hendur einkaaðila.