Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Vallargrund
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 20
5. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði varðandi að lagfæring verði gerð á veginum við Vallargrund. Holur hafa ítrekað myndast í veginum og hann því gríðarlega hættulegur. Einnig er lagt er fram svar frá skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds við tillögunni dags. 22.nóvember 2018. 
Svar

Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar fulltrúa Pírata Alexandra Briem og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur og Hjálmars Sveinssonar og bóka: Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata árétta að tillagðar aðgerðir eru inni á samþykktri framkvæmdaáætlun og er tillögunni því vísað frá. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Björnsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá og bóka: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks þakka fyrir svar við tillögu vegna lagfæringar á veginum við Vallargrund á Kjalarnesi. Það er gott að heyra á ástandið á veginum sé núna gott og treystum við því að hann verði full kláraður næsta sumar og vel sé verið að fylgjast með veginum núna svo að íbúar verða ekki fyrir óþægindum vegna skemmda sem verið hafa á veginum.