Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Mógilsá
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokk  varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Mógilsá. Eitt fjölfarnasta útivistarsvæði borgarinnar er við Mógilsá, en þar er engin salernisaðstaða utan opnunartíma Esjustofu. Tillöguninni er vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar og fulltrúa Samfylkingarinnar Kristínar Soffíu Jónsdóttur, Sabine Leskopf og Arons Levís Beck gegn þremur atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins Hildar Björnsdóttur, Eyþóri Laxdal Arnalds og Valgerðar Sigurðardóttur. Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs þann 3. október 2018 var umhverfis- og skipulagssviði falið að koma með tillögur að verkefnislýsingu fyrir endurskoðun að aðkomu að fjölförnu útivistarsvæði við Esjurætur, m.a. fyrir áningu, umhverfismerkingar og hreinlætisaðstöðu. Í ljósi þess er eðlilegt að vísa tillögunni frá í skipulags- og samgönguráði.