Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, salernisaðstaða við Gufunesbæ.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 21
12. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi að salernisaðstaða verði sett upp við Gufunesbæ. Svæðið umhverfis Gufunesbæ er gríðarlega fjölsótt. Ekkert aðgengi er að salernum á svæðinu eftir opnunartíma frístundamiðstöðvarinnar. Einungis þeir hópar sem hafa pantað afnot af svæðinu utan opnunartíma geta fengið aðgang að salernum með því að starfsmaður Gufunesbæjar sé á staðnum og er þá greitt fyrir slíka þjónustu. Leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks til að komið verði upp aðstöðu sem börn og fullorðnir hafi aðgang að eftir opnunartíma Gufunesbæjar.  Samþykkt  Fulltrúar Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf og Aron Leví Beck bóka: Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir fjármagni í uppbyggingu almenningssalerna og þar er m.a. eyrnamerkt fé fyrir slíka aðstöðu í Gufunesi. Það er fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar í samgöngu- og skipulagsráði því bæði ljúft og skylt að samþykkja þessa tillögu enda er hún nú þegar á áætlun og segja má að hún hafi verið samþykkt að lokinni annarri umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fór í borgarstjórn í síðustu viku.