Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bóka: Upplýsingar um innviðagjöld eru greinilega af skornum skammti. Taflan sem okkur er sýnd er með allt of mörgum eyðum. Athygli vekur að ekki liggur fyrir hver innviðagjöld eigi að vera á verkefnum sem eiga að vera komin að framkvæmdastigi. Má hér nefna Heklureit sem var kynntur fyrir kosningar en virðist vera í frosti vegna gjalda borgarinnar. Héðinsreit sem hefur verið í vinnslu í langan tíma. Og Vesturbugt sem ætti að vera komin á framkvæmdastig. Nauðsynlegt er að borgarráði verði gerð frekari grein fyrir innviðagjöldunum, en samningar um þessi gjöld eru á forræði Skrifstofu Eigna og Atvinnuþróunar (SEA).