Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Örfirisey
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 26
30. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks varðandi Örfirisey Mikilvægt er að nýta efni úr byggingarframkvæmdum í landfyllingar. Þó verðmætt sé að stækka Sundahöfn, væri enn verðmætara að stækka svæðið við gömlu höfnina. Landfyllingar við Örfirisey voru áformaðar í skipulagi áður fyrr. Svo virðist vera sem sá valkostur hafi ekki verið metinn í þessari ákvörðun.  Óskað er eftir áformum um landfyllingar í Örfirisey sem verið hafa uppi hjá borginni ásamt kortum. Ennfremur yfirlit breytinga á aðalskipulagi í Örfirisey frá upphafi ásamt kortum. Einnig er lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. janúar 2019. Svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags, 25. janúar 2019 lagt fram.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: “Sú stefnubreyting að hverfa frá landfyllingum við Örfirisey og fara í landfyllingar við Sundahöfn og í ósum Elliðaáa gengur gegn umhverfissjónarmiðum aðalaskipulags. Áform um eina milljón rúmmetra landfyllingu við ósa Elliðaá mun hafa neikvæð áhrif á lífríki og búsvæði fiska. Þá væri skynsamlegra að búa til byggingarland á verðmætu svæði í vesturbæ og nýta Örfirisey til búsetu. Sú stefna að vera með olíubirgðastöð í vesturbæ Reykjavíkur til langs tíma er tímaskekkja. Huga ber að flutningi og minnkun þessarar starfssemi enda er stefnt að orkuskiptum í samgöngum. Þá væri uppbygging í Örfirisey þáttur í bæta þann skipulagshalla sem er í borginni og minnka þannig samgönguvanda borgarinnar í heild. Ljóst er að bæta þyrfti samgöngur samhliða uppbyggingu, en með því að leyfa ekki neina byggð við Örfirisey er verið að glata tækifæri einstöku til uppbyggingar.”