Strætó, leiðarkerfisbreytingar vegna LSH
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 17
14. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað Strætó dags. 2. október 2018 varðandi breytingar á leið 14 samhliða lokun Gömlu Hringbrautar. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 9. nóvember 2018. Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingar Kristínar Soffíu Jónsdóttir og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Geir Finnsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá.  Skipulags- og samgönguráð bókar: "Það er nauðsynlegt að gera leiðarkerfi Strætó skilvirkara og notendavænna. Breytingar á leið 14 eru gerðar til þess að auka áreiðanleika og draga úr seinkunum sem hafa verið á annatíma. Breytingin felur í sér að leið 14 hættir að þjónusta Landspítalann, því er nauðsynlegt að skoða breytinguna í samhengi við aðrar breytingar á þjónustu Strætó við Landspítalann á framkvæmdatíma.”
Svar

-    Kl. 11.05 víkur Gunnlaugur Bragi Björnsson af fundi.-    Kl. 11.05 tekur Geir Finnsson sæti á fundinum.