Græn skuldabréf,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 10
19. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Kynning á grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar. 
Svar

Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:„Reykjavíkurborg hefur samþykkt metnaðarfulla loftslagsstefnu ásamt umhverfis- og auðlindastefnu og þar með skuldbundið sig til að ná settum sjálfbærnimarkmiðum til að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa. Útgáfa grænna skuldabréfa er mikilvægur liður í því að fjárfesta í grænum framkvæmdum sem stuðla að umhverfisvernd og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylingar, Viðreisnar og Pírata fagna þessu stóra græna skrefi sem hér er verið að stíga enda er Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hefja útgáfu grænna skuldabréfa.“

Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
105 Reykjavík
Landnúmer: 107193 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011016