Græn skuldabréf,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 18
21. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Kynning á grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar. 
Svar

Fulltrúi Vinstri grænna Líf Magneudóttir, fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingar Hjálmar Sveinsson og Magnús Már Guðmundsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:Reykjavíkurborg hefur samþykkt metnaðarfulla loftslagsstefnu ásamt umhverfis- og auðlindastefnu og þar með skuldbundið sig til að ná settum sjálfbærnimarkmiðum til að tryggja lífsgæði núlifandi og næstu kynslóða borgarbúa. Útgáfa grænna skuldabréfa er mikilvægur liður í því að fjárfesta í grænum framkvæmdum sem stuðla að umhverfisvernd og minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Fulltrúar meirihlutans fagna þessu stóra græna skrefi sem hér er verið að stíga enda er Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hefja útgáfu grænna skuldabréfa.

Gestir
Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
105 Reykjavík
Landnúmer: 107193 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011016