Umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2019-2023,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 19
28. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Kynnt drög að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur til 2023.
Svar

Fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson og fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, bóka: "Þökkum vandaða vinnu við gerð öryggisáætlunar. Því miður sýnir hún að alvarlegum slysum og banaslysum fækkar ekkert. Ennþá verður óhugnanlega hátt hlutfall slíkra slysa við það að bílar keyra niður gangandi og hjólandi vegfarendur. Og enn og aftur sannar gamalt slagorð umferðarráðs sig: Hraðinn drepur. Hraði bílaumferðarinnar eykur verulega hættuna á alvarlegum slysum og banaslysum. Það er lífsnauðsynlegt að lækka umferðarhraðann í borginni."

Gestir
Berglind Hallgrímsdóttir frá Eflu, Höskuldur Kröyer frá Trafkon og Sigurður A. Þorvarðarson frá Verkís taka sæti á fundinum undir þessum lið.