Hjólreiðaáætlun, Rafstöðvarvegur, hjóla- og gönguleið
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 20
5. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 30. nóvember 2018 þar sem óskað er eftir heimild til verkhönnunar á göngu- og hjólaleið við Rafstöðvarveg.  Samþykkt. 
Svar

Skipulags- og samgönguráð bókar: Skipulags- og samgönguráð beinir því til samgönguskrifstofu að leita umsagnar og ráðgjafar ferlinefndar Reykjavíkur til þess að tryggja það að aðgengi allra að svæðinu verði sem best, eins skal í samráði við nefndina kannað hvort brýr á svæðinu séu fullnægjandi, sér í lagi með tilliti til nýlegs flutnings Hins Hússins á Rafstöðvarveg.