Lagðar eru fram tillögur um mögulega framtíðarsýn grenndarstöðvar á Kjalarnesi auk útboðsteikningar frá
Hornsteinum arkitektar ehf.
dags. 3. desember 2018 vegna kynningar á endurgerð grendarstöðvar á Kjalarnesi.
Svar
Umhverfis- og heilbrigðisráð bókar: Umhverfis- og heilbrigðisráð fagnar fyrirhugaðri endurgerð grendarstöðvar á Kjalarnesi þar sem veðuraðstæður á svæðinu kalla á breytingar. Þarft og brýnt er að bæta þjónustu við Kjalnesinga með þessum hætti.
Gestir
Sigríður Brynjólfsdóttir hjá Hornsteinum arkitektum og Sigurður Halldórsson frá Pure North taka sæti á fundinum undir þessum lið.