Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokk fólksins, fyrirspurn er varðar brú yfir Breiðholtsbrautina
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 27
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fyrir hönd borgarfulltrúa Kolbrúnar Baldursdóttur legg ég fram eftirfarandi fyrirspurn Borgarfulltrúi vill fá að vita um kostnað við brúnnar og aðdraganda að ákvörðun um smíði hennar. jafnframt hvort að það liggi fyrir hver hugsanleg nýting brúarinnar séð þar sem ábendingar hafa komið um litla sem enga notkun hennar. Jafnframt að þegar komið er frá Seljahverfi yfir brúnna þ.e. frá suðvesturs til norausturs er ekki hægt að fara niður í neðra Breiðholt. Spurt er, hvort það sé endanlegt skipulag? 
Svar

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:Deiliskipulag fyrir nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut var auglýst haustið 2016 og samþykkt 2017. Vegagerðin greiðir kostnað við göngubrúna sjálfa, sem samkvæmt tilboði er 146 milljónir króna. Reykjavíkurborg greiðir fyrir aðliggjandi stíga en því verkefni er ekki lokið, þar á meðal hefur tengin við Neðra-Breiðholt sem hér er spurt um ekki verið kláruð. Áætlaður kostnaður við stígagerð og tengdar aðgerðir er 70 milljónir króna. Ekki hefur verið gerð könnun á nýtingu brúarinnar enda er ekki ráðlegt að fara í slíkt fyrr en framkvæmdum er að fullu lokið.