Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson og fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson bóka:Deiliskipulag fyrir nýja göngubrú yfir Breiðholtsbraut var auglýst haustið 2016 og samþykkt 2017. Vegagerðin greiðir kostnað við göngubrúna sjálfa, sem samkvæmt tilboði er 146 milljónir króna. Reykjavíkurborg greiðir fyrir aðliggjandi stíga en því verkefni er ekki lokið, þar á meðal hefur tengin við Neðra-Breiðholt sem hér er spurt um ekki verið kláruð. Áætlaður kostnaður við stígagerð og tengdar aðgerðir er 70 milljónir króna. Ekki hefur verið gerð könnun á nýtingu brúarinnar enda er ekki ráðlegt að fara í slíkt fyrr en framkvæmdum er að fullu lokið.