Bíla- og hjólastæði, reglur um fjölda bíla- og hjólastæða í Reykjavík
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 22
19. desember, 2018
Annað
Fyrirspurn
Áheyrnarfulltrúi Miðflokks Baldur Borgþórsson bókar: „Miðflokkurinn leggst alfarið gegn takmörkunum á fjölda bílastæða sem og hjólastæða í borginni, hvort heldur um er að ræða við íbúðar-,verslunarhúsnæðis eða húsnæðis almennt. Slíkar takmarkanir geta í besta falli komið í veg fyrir skynsamlega niðurstöðu að teknu tilliti til aðstæðna  hverju sinni. Réttara er að meta slíkt eftir atvikum.“
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Katrín Atladóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir bóka: „Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í stýrihóp um bíla- og hjólastæðastefnu telur að það hefði verið heppilegra að afgreiða bílastæðastefnu Reykjavíkurborgar með þeim hætti að tekin væri afstaða til stefnunnar í heild sinni. Afgreiðsla málsins er þannig háttað nú að ekki hefur verið tekin afstaða til m.a. bílastæðasjóðs eða íbúakorta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks munu því sitja hjá við afgreiðslu málsins þar til stefnan hefur verið kláruð í heild sinni.“