Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: „Mikilvægt er að ljósastýring sé bætt víða í borginni. Útfærsla ljósastýringar á þessum gatnamótum þarf að vera með þeim hætti að hún nýtist gangandi vegfarendum í öryggisskyni og valdi ekki óþarfa töfum á umferð. Snjallar ljósastýringar eru ein skynsamlegasta lausnin í umferðar- og öryggismálum.”