Sæbraut/Snorrabraut, breyting á gatnamótum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 24
16. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er fram bréf dags. 10. janúar 2019 frá samgöngustjóra vegna Sæbrautar, Snorrabrautar og Katrínartún Guðrúnartún, breytinga á gatnamótum samhliða endurnýjun umferðarljósa., þ.e.a.s. fella niður framhjáhlaupið frá Snorrabraut inn á Sæbraut. Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir bóka: „Mikilvægt er að ljósastýring sé bætt víða í borginni. Útfærsla ljósastýringar á þessum gatnamótum þarf að vera með þeim hætti að hún nýtist gangandi vegfarendum í öryggisskyni og valdi ekki óþarfa töfum á umferð. Snjallar ljósastýringar eru ein skynsamlegasta lausnin í umferðar- og öryggismálum.”