Bíllaus dagur, Kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 24
16. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga dags. 4. janúar 2019 frá Hjólafærni um að halda Bíllausan dag 22. sept 2019 í Evrópsku samgönguvikunni.  Samþykkt  Vísað til borgarráðs. 
Svar

Fulltrúi Pírata Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Viðreisnar Gunnlaugur Bragi Björnsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Ásgerður Jóna Flosadóttir Daníel Örn Arnarson bóka, “Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokk, Sósíalistaflokks, og Flokk fólksins í skipulags- og samgönguráði fagna frumkvæði Hjólafærni á Íslandi og Landssamtaka hjólreiðamanna með það að markmiði að efla samgönguviku og bíllausa daginn enn frekar. Bíllausi dagurinn hvetur til breyttra ferðavenja sem er lykilatriði í skipulags-, samgöngu- og umhverfismálum. Það er mat fulltrúanna að borgin skuli taka þátt í slíku verkefni en telja þó að þróa þurfi verkefnið frekar í samráði við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur og vinna ítarlegri fjárhagsáætlun. Í framhaldinu mætti þá ákvarða framlag Reykjavíkurborgar til verkefnisins.