Tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins, Breytilegur vinnutími fólks sem vinnur í miðborginni.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 25
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. janúar 2019 þar sem tillaga áheyrnarfulltrúa flokks fólksins  varðandi breytingu á vinnutíma þeirra sem starfa í miðborginni er vísað til meðferðar hjá skipulags- og samgönguráði. Tillagan felld með fjórum atkvæðum Fulltrúi Pírata Sigurborgar Óskar  Haraldsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Arons Leví Beck og Hjálmars Sveinssonar og fulltrúa Viðreisnar Gunnlaugs Braga Björnssonar, sem jafnfram bóka „Nú þegar er samstarfshópur að störfum þar sem unnið er í anda tillögu þessarar, með þremur stærstu vinnustöðunum í Vatnsmýrinni. Reykjavíkurborg mun áfram miðla upplýsingum og eiga í samtali við vinnustaði í borginni auk þess að vinna með eigin vinnustöðum, m.a. með áframhaldandi styttingu vinnuvikunnar. Þó er ljóst að borgaryfirvöld geta ekki ætlast til að hafa áhrif á vinnutíma starfsfólks allra vinnustaða. Í nútímasamfélagi er sveigjanlegur vinnutími sífellt algengari en mun seint hafa úrslitaáhrif í samgöngumálum borgarinnar. Sýnt hefur verið fram á að skilvirkasta leiðin felist í hagrænum hvötum og verður því að teljast jákvætt að í tillögum ríkisstjórnarinnar sé m.a. rætt um mengunar- og tafagjöld en m.v. núverandi lagaumhverfi er Reykjavíkurborg ekki heimilt að grípa til slíkra stýringa.“ Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.