Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, umferðaröryggi í Hamrahverfi, umsögn - USK2020020040
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 25
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði  Óskað er eftir því að umferðaröryggi gangandi vegfarenda og skólabarna í Hamrahverfi í Grafarvogi verði skoðað. Ekkert svæði með 30 km hámarkshraða er að finna við Hamraskóla, líkt að við marga aðra skóla. Í hverfinu er að finna fjórar þrengingar við Lokinhamra. Mismunandi útfærslur eru á þessum þrengingum og er allur gangur á því hvernig þær eru merktar og hvernig lýsingu er háttað. Óskað er eftir því að lýsing verði bætt og merkingar verði samræmdar. Eins verði skoðað hvort að hámarkshraði við Hamraskóla verði 30 km. Frestað.