Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja ríka áherslu á bætt umferðaröryggismál í hverfum borgarinnar. Ennfremur að borgin framfylgi ákvörðunum sínum með markvissum hætti.Þann 28. maí 2009 var eftirfarandi samþykkt í borgarráð vegna sama málefnis. “Borgarráð samþykkir að gerð verði úttekt á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar innan borgarlandsins í ljósi umferðaröryggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum. Úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tryggingafélög, íbúa og aðra hagsmunaaðila, eftir atvikum.Tillögunum er vísað til umhverfis- og samgönguráðs.”Ekki er vitað til þess að þessar tillögur hafi verið unnar og niðurstöðum skilað til borgarráðs.Árið 2015 var samþykkt 25. nóvember í USK að skipa starfshóp til að meta umferðarhraða vestan Kringlumýrarbrautar sem skildi skila áliti 1. mars 2016 varðandi umferðarflæðis, umferðaröryggis og umhverfisþátta. Í janúar 2017 var skilað áliti hópsins, ásamt séráliti minnihlutans. Áður en til lækkunar á hámarkshraða kæmi, skyldi tillögur kynntar fyrir Samgöngustofu, Vegagerðinni, Strætó bs., Sambandi Sveitarfélaga, FÍB., LHM. og viðkomandi hverfisráðum, áður en slíkt kæmi til framkvæmda. Þetta samráð hefur ekki átt sér stað.Úrbætur eru brýnar en vanda þarf til verka, en því miður liggur engin umsögn samráðsaðila fyrir fundinum.”