Tryggvagata og Naustin, endurhönnun
Tryggvagata 4
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 27
6. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 1. febrúar 2019   varðandi  heimild til verkhönnunar  og gerð útboðsgagna fyrir endurhönnun á Tryggvagötu og Naustinni frá Pósthússtræti að Grófinni.  Samþykkt. 
Svar

Fulltrúi Miðflokksins Baldur Borgþórsson bókar: Miðflokkurinn leggst gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður.Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins.Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar,er sjálfsagt að endurskoða málið.