Fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, fyrirspurn um sleðabrekku fyrir neðan Reynisvatnsásinn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 29
20. febrúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði óska eftir upplýsingum um sleðabrekku sem átti að gera fyrir neðan Reynisvatnsásinn. Samkvæmt íbúum þá var þetta verkefni sem var valið í íbúa kosningu og átti að setja 2 milljónir í verkefnið. Íbúar í Grafarholti hafa verið að kvarta undan því að þessi brekka hafi aldrei verið kláruð. Það hafi átt að fylla skurði, taka skúr, slétta brekkuna og fjarlægja tré. Ekkert af þessu hefur verið gert samkvæmt íbúum. Það sem er búið að gera er að koma með efni sem ekki hefur verið sléttað úr og því standa steinar upp úr því eins þá hefur lýsingu verið komið fyrir.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja vita hvar þetta verkefni er stendur og hversu mikið fjármagn hefur verið sett í verkefnið.  Kynnt svarbréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða dags. .14. febrúar 2019. Kynnt.