Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: "Fulltrúar meirihlutans í skipulags- og samgönguráði fagna þeim stóra áfanga sem framkvæmdaráætlun um Græna netið í Reykjavík er og þakka öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikilvægur liður í að skapa gróðursæla og lífvænlega borg. Það er samgöngunet fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tengir saman græn svæði borgarinnar, bæði innan borgarhluta og á milli þeirra.“