Græna netið,. Niðurstaða starfshóps.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 31
13. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð eru fram gögn vegna verkefnisins "Græna netið" skýrsla starfshópsins dags. 29. júní 2016, drög að skýrslu ALTA um grænar tengingar í Reykjavík dags. maí 2017, drög að fyrstu framkvæmdaáætlun 2019-2024. dags. janúar 2019 og erindisbréf starfshóps dags. 23. ágúst 2018.  Kynnt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins bóka: Á sama tíma og mikilvægt er að tengja græn svæði, er enn mikilvægara að vernda núverandi græn svæði og ganga ekki frekar á þau eins og Elliðaárdalinn. Ennfremur þarf að halda í núverandi trjágróður eins og kostur er svo sem við Suðurlandsbraut í Laugardal. Þá er mikilvægt að huga að gróðursetningu sígræns trjágróðurs við umferðaæðar.
Svar

Fulltrúi Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: "Fulltrúar meirihlutans í skipulags- og samgönguráði fagna þeim stóra áfanga sem framkvæmdaráætlun um Græna netið í Reykjavík er og þakka öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu. Verkefnin sem liggja fyrir eru mikilvægur liður í að skapa gróðursæla og lífvænlega borg. Það er samgöngunet fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tengir saman græn svæði borgarinnar, bæði innan borgarhluta og á milli þeirra.“

Gestir
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
105 Reykjavík
Landnúmer: 107193 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011016