Tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Heitir stígar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 30
6. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stórsókn í upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík  Skipulags- og samgönguráð samþykkir að blása til stórsóknar í upphitun göngu- og hjólastíga í Reykjavík. Stígar verði hitaðir með endurnýjanlegri íslenskri orku, þá fyrst og fremst fráfallsvatni sem öðrum kosti færi til spillis. Eins verði aðrar tæknilausnir til upphitunar skoðaðar. Við fyrstu skref verði forgangsraðað í þágu fjölfarinna stíga, útivistar og hreyfingar. Samhliða verði lögð áhersla á uppbyggingu samfelldra heitra hlaupa- og hjólaleiða svo borgin geti stutt við bætt aðgengi að hreyfingu og bættri lýðheilsu óháð veðráttu.    Umhverfis- og skipulagssviði verði falin nánari útfærsla og kostnaðargreining verkefnisins. Niðurstöður verði lagðar fyrir skipulags- og samgönguráð til samþykkis.
Svar

 Tillögunni fylgir greinargerð.