Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og samgönguráðs 20. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sem spyr hvers vegna var ekki haft samráð við hagsmunaaðila við Laugaveginn þegar ákveðið var að gera hann að göngugötu. Á blaðamannafundi Laugavegsamtakanna í19.3.2019 kom fram að ekkert samráð var haft við verslunar og fyrirtækjaeigendur við götuna, hvað þá íbúa. Laugarvegurinn og nærliggjandi götur sem eru með verslunar og veitingarými eru aðal aðdráttarafl miðborgarinnar. Þangað hafa íbúar borgarinnar sótt sérnauðsynjar, skemmtun og mannlíf. Flokkur fólksins vill benda á að Reykjavík er staðsett á Íslandi sem liggur við 66° gráðu, eða á norðurhveli jarðar. Á þessu blessaða landi eru ýmis konar veðrabrigði, þá sérstaklega á vetrum. Því miður hvernig sem viðhorf fólks er, er íbúum borgarinnar nauðsynlegt að nýta sér bílinn til að komast auðveldlega um í erfiðum veðrum, sérstaklega. Verslunaraðilar við Laugaveginn og nærliggjandi götum fullyrða að verslun við Laugaveginn minnki um allt að 30% við lokun hinna ýmsu hluta gatnanna, hingað til í tilraunaskyni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir fullyrti í fréttatíma RÚV sama dag og fundurinn var haldinn að borgarstjórn hafi samþykkt samhljóða að gera Laugaveginn að göngugötu. Borgarfulltrúi Flokk fólksins kannast ekki við það.
Meðfylgjandi er bókun Flokks fólksins frá:
Fundargerð frá 4. sept. 2018https://reykjavik.is/fundargerd/borgarstjorn-492018