Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins bókar: Miðflokkurinn harmar að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila við ákvörðunartöku um að varanlegar göngugötur. Yfirlýsing borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 4.sept. síðastliðin um að Laugavegur skyldi verða göngugata frá Hlemmi vekur sérstaka eftirtekt, enda myndi slíkt þýða að aðkoma að 200 stæða bílastæðahúsi Bílastæðasjóðs borgarinnar myndi lokast. Gerræðislegar yfirlýsingar sem þessi eru ekki merki um að samráð og sátt sé ofarlega á baugi hjá borgarstjóra enda hefur nú verið ákveðið að svara í engu fjölda athugasemda og undirskriftalistum er málið varða.