Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um lagfæringu á gatnamótum Strandvegs og Borgarvegs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Lagt er til að gatnamót Strandvegs og Borgarvegs verði löguð og gerð aðgengilegri fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Það er flókið að fara þarna yfir fyrir þá sem eru gangandi og hjólandi þar sem ekki er sebrabraut eða undirgöng sem hægt er að nýta sér. Engar merkingar eru á þessum stöðum sem gefa ökumönnum til kynna að þarna má þvera göturnar af gangandi eða hjólandi vegfarendum. Óskað er eftir því að að Skipulags- og samgöngusvið útfærir viðunandi lausn á þessum stað og komi lagfæringu sem fyrst til framkvæmdar til þess að forðast að slys verði á þeim sem þarna fara um.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra.