Mat á losun bifreiða á höfuðborgarsvæðinu árið 2030,
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 34
10. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram minnisblað sérfræðingahóps HR og HÍ um mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð á höfuðborgarsvæðinu árið 2030.  Kynnt. 
Svar

Fulltrúar Pírata, fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar bóka: Mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá fólksbifreiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2030 sýnir að nauðsynlegt er ráðast í metnaðarfullar aðgerðir til að standast skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Þar kemur í ljós að rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða er langt frá því að vera nægjanleg til að mæta markmiðum samkomulagsins. Þörf er á öðrum aðgerðum sem draga úr akstri bifreiða á höfuðborgarsvæðinu til að ná settum markmiðum. Loftslagsmál eru mikilvægasta mál samtímans og það skiptir öllu máli að við látum ekki okkar eftir liggja, hvorki á líðandi stundu né á þeim tíma sem framundan er. Lagt er til að minnisblaðið verði nýtt sem grunnur að vinnu fyrir ný og metnaðarfyllri markmið um breyttar ferðavenjur í aðalskipulagi.

Gestir
Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri, Hrönn Hrafnsdóttir sérfræðingur, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson HR og Brynhildur Davíðsdóttir HÍ taka sæti á fundinum undir þessum lið.