Elliðaárdalur við Reykjanesbraut, göngu- hjólastígur verkhönnun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 35
17. apríl, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 15. apríl 2019 með ósk um heimild til verkhönnunar á aðskildum göngu- og hjólastíg samsíða Reykjanesbraut frá Fagrahvammi í Elliðaárdal að undirgöngum undir Stekkjarbakka.  Samþykkt.
Svar

Skipulags- og samgönguráð ásamt áheyrnarfulltrúum ráðsins bóka:Stígagerðin er hluti af hjólreiðaáætlun og aðgerðaáætlun Græna netsins og mikilvægt að hönnunin og framkvæmdin taki mið af því.