Umhverfis- og heilbrigðisráð, Fundarsköp
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 40
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á sameiginlegum fundi skipulags- og samgönguráðs og umhverfis- og heilbrigðisráðs gera  fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins athugasemd við fundarsköp og leggja fram svohljóðandi bókun:
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði lögðu fram tillögu um opinn fund í ráðinu hinn 8. maí s.l. og að honum yrði streymt almenningi til upplýsingar. Það var ánægjulegt að tekið var jákvætt í þá tillögu en að sama skapi vekur það furðu að ekkert samráð var við minnihlutann í ráðinu um fundinn, hvorki hvenær né hvar hann yrði haldinn eða um dagskrá fundarins. Þá var einnig tekin einhliða ákvörðun um að þetta yrði sameiginlegur fundur með skipulags- og samgönguráði en eins og tillagan kvað á um var um að ræða að umhverfis- og heilbrigðisráð héldi opinn fund um umhverfismál en ekki sameiginlegan  fund  með öðrum ráðum. Í ljósi þess að borgarstjórn er fjölskipað stjórnvald hefði verið rétt að minnihlutinn hefði fengið tækifæri til að koma málum á dagskrá fundarins. Mörg brýn umhverfismál er nauðsynlegt að ræða s.s. yfirvofandi umhverfisslys í Skerjafirði með fyrirhuguðum landfyllingum,  friðun strandlengjunnar, vatnsbúskapinn í Vatnsmýri og friðlýsingu Elliðarárdalsins svo fátt eitt sé nefnt. Af þessum sökum ítreka borgarfulltrúarnir ósk sína um opinn fund í umhverfis- og heilbrigðisráði þar sem þau umhverfismál sem að ofan eru talin verða á dagskrá fundarins.

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
    Það var fulltrúum meirihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði ljúft og skylt að samþykkja tillögu fulltrúa minnihlutans um að næsti fundur ráðsins yrði opinn enda er það í anda gagnsæis, opinnar og aðgengilegrar stjórnsýslu. Eins og fram kemur í fundargerð ráðsins frá 8. maí var umhverfis- og skipulagssviði falin nánari útfærsla fundarins. Samkvæmt fundadagatali umhverfis- og heilbrigðisráðs var næsti fundur eftir 8. maí sameiginlegur fundur með skipulags- og samgönguráði í dag, 12. júní. Það ánægjulegt að fundur dagsins sé opinn enda mörg áhugaverð mál á dagskrá. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs á skilið bestu þakkir fyrir þennan góða undirbúning.
  • Miðflokkur, Skipulags- Og Samgöngu-Ráð
    Mörg umdeild og mikilvæg mál hefðu átt fullt erindi á þennan opna fund Skipulags og samgöngráðs  og Umhverfis og heilbrigðisráðs. Má þar td. nefna: Óleyfisframkvæmdir á Úlfarsfelli. Offramboð nýrra íbúða á miðborgarsvæði. Skortur á íbúðum í úthverfum. Lagning Sundabrautar. Mislæg gatnamót Reykjanesbr/Bústaðavegs. Mislæg gatnamót og aðrar lausnir við td. Sæbraut- Miklubraut - Kringlumýrarbraut. Vegagerðin hefur ítrekað mikilvægi téðra úrbóta margsinnis. Verkefni Umhv. og heilbrigðisráðs eru að sama skapi mörg og umdeild og má þar td. nefna endanlega afmörkun og friðun Elliðaársdals. Hér er nefnt lítið brot þeirra brýnu verkefna sem borgarbúar bíða eftir lausnum á. En hvaða mál urðu fyrir valinu á þessum opna fundi sem við sitjum nú og valin voru einhliða af meirihluta Vg-Sf-C-P? Allavega ekkert þeirra sem hér hafa verið nefnd. Undirrituðum, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í Skipulags og samgönguráði var í upphafi fundar vísað úr sæti sínu. Það er óásættanlegt. Áheyrnarfulltrúi hefur fullt málfrelsi, tillögurétt og öll réttindi önnur, utan atkvæðisrétt. Sem slíkur hefur undirritaður beitt sér frá upphafi í hinum ýmsu málum. Mælir undirritaður með aðkomu minnhluta við uppsetningu og gerð dagskrár næsta opna fundar ráðanna. Þannig má hið minnsta koma í veg fyrir að fulltrúum tiltekinna flokka sé vísað úr sæti við upphaf fundar.