Lagðar fram greinargerðir Umhverfis- og skipulagssviðs í aðal- og eignasjóði. Einnig er lögð fram skýrsla um verkstöðu nýframkvæmda ódags.
Bókanir og gagnbókanir
Flokkur fólksins
Lagt er fram ársuppgjör 2020 fyrir umhverfis- og skipulagssvið. Athygli vekur að sviðið, umhverfis- og skipulagssvið er að þenjast mikið út þrátt fyrir stöðuna í ársreikningi sem augljóslega sýnir að staldra þarf við ekki síst vegna þess að verðbólga er nú 4.6%. Ef bornar eru saman rauntölur 2020 og 2019 má sjá þenslu mismunur milli ára er 2.1 ma.kr eða 28.4 %. Samgöngustjóri og borgarhönnun var 32 m.kr. umfram fjárheimildir ársins, skýring er tekjutap bílastæðasjóðs sem er 35 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Minna hefur verið um bæjarferðir. Byggingarfulltrúi var 80 m.kr. umfram fjárheimildir ársins. Nettó útgjöld eru um milljarð umfram fjárheimildir eða 11.4 %. Annar rekstrarkostnaður er einnig um milljarð umfram heimildir.