Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2021-2025, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 71
8. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs. 
Svar

Fulltrúar Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Lögð er fram fjárhagsáætlun og kemur fram að lækkun verður á eftirlitsgjaldi vegna minna eftirlits í fyrirtæki sem veita þjónustu. Fulltrúi Flokks fólksins spyr í þessu sambandi hvort ekki eigi að lækka hundaeftirlitsgjaldið þar sem umfangi verkefna hefur fækkað svo um munar. Fulltrúi Flokks fólksins er að starfa fyrir tugi hundaeigenda og ítrekað er spurt af hverju er rekstrarkostnaður hundaeftirlitsins er eins hár og raun ber vitni? Verkefnum hundaeftirlits hefur fækkað margfalt undanfarin ár, en starfsgildin breytast ekkert í samræmi við það. Bæði tölur frá borginni og frá félögum hundaeigenda sýna mikla fækkun verkefni. Sem dæmi voru fjöldi hunda í hundageymslum árið 2010, 89 og 209 í lausagöngu en árið 2016 voru 11 í geymslu og 62 í lausagöngu. Í fyrra 2019 voru þessar tölur enn lægir. Ekkert sanngirni er í því að halda gjaldinu jafn háu þegar ekki er sama þörf fyrir þjónustuna og verkefnin færri.