Umhverfis- og skipulagssvið, Fjárhagsáætlun 2021-2025, skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 102
5. maí, 2021
Annað
1. fundarliður
2. fundarliður ›
Fyrirspurn
Kynntar skuldbindingar og áhættur í rekstri umhverfis- og skipulagssviðs. 
Bókanir og gagnbókanir
  • Miðflokkur
    Báknið heldur áfram að blása út og skrifborðum heldur áfram að fjölga. Hér er verið að óska eftir að þremur nýjum störfum verði bætt við á umhverfis- og skipulagssviði. Kostnaður við þessi stöðugildi eru 36 milljónir. Er virkilega ekki hægt að leysa málin á annan hátt?
  • Flokkur fólksins
    Skuldbindingar og áhættur eru lagðar fram með lýsingar á nýjum verkefnum til kynningar. Byrja á að hirða lífrænan úrgang frá heimilum næsta haust. Bæta á við starfsmanni og tunnum. Hér er spurning hvort þetta ætti ekki að vera val? Bjóða á út hreinsun bílaplana við skóla. Sótt er um fjármagn til að hreinsa götur. Stofna á verkefnastofu, enn eina skrifstofuna eða einingu sem er líkleg til að þenjast út með tímanum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér nauðsyn þess að stofna nýja stofu með nýtt stöðugildi. Þetta mun kosta í kringum 12 m.kr. Ráða á fleiri sérfræðinga. Fjölgun starfsmanna á þessu sviði er mikill. Samtals er sótt um 206 milljónir til viðbótar til Fjármálaskrifstofu (FÁST). Ársreikningur hefur nýlega verið lagður fram og er reikningurinn svartur. Veltufé frá rekstri hefur dregist saman og skuldir hafa aukist. Engu að síður er þensla mikil. Spurt er um hagræðingu í þessu sambandi, forgangsröðun og að sníða sér stakk eftir vexti.