Fyrirspurn
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til að ráðist verði í stíga fyrir gangandi og hjólandi í nágrenni Bryggjuhverfis.
Tillögunni fylgir greinargerð.
Samþykkt.
Skipulags- og samgönguráð bókar:
Tillagan er samþykkt og verða úrbætur á stígatengingum við Bryggjuhverfi með því fyrsta sem kemst til framkvæmda þegar skipulagsferli fyrir Ártúnshöfða/Elliðaárvog er lokið. Úrbætur sem tilgreindar eru í tillögunni og kalla ekki á staðfest deiliskipulag verði teknar til skoðunar og framkvæmdar sem fyrst eftir því sem fjármunir leyfa. Sérstök áhersla verður lögð á hættuleg blindhorn við undirgöng undir Gullinbrú, aðreinar inn í Bryggjuhverfi og vinnusvæði Björgunar ásamt öðrum stöðum sem koma fram í greinagerð með tillögunni.