Fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins, varðandi jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 36
10. maí, 2019
Annað
‹ 9. fundarliður
10. fundarliður
Fyrirspurn
1. Hvenær var byrjað með jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg? 2. Hvað eru mörg stöðugildi sem sjá um jafnréttisskimun hjá Reykjavíkurborg á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun? 3. Hver metur hvaða verkefni fara í jafnréttisskimun eða fara öll verkefni í skimun? 4. Er til skýrsla sem sýnir árangur verkefnisins, ef svarið er jákvætt þá er óskað eftir að hún verði send borgarfulltrúum? 5. Hefur jafnréttisskimunin einhvern tímann leitt til þess að fjárhags- og starfsáætlun hafi verið breytt? 6. Ef svarið er já - hvaða verkefni voru það og voru þau til hækkunar eða lækkunar á fjárheimildum? 7. Hvað kostar verkefnið á ári? 8. Hvað er áætlað að jafnréttisskimunin komi til með að kosta samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar 2020 - 2024 sundurliðað eftir árum? Frestað.
Svar

Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins í 8 liðum, varðandi jafnréttisskimun á tillögum út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun.