Stjórn Strætó hefur unnið að endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó undanfarið. Kynnt verða drög að stefnu Strætó og áherslum til næstu ára.
Kynnt.
Fulltrúar Strætó bs. Jóhannes Rúnarsson og Björg Fenger taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Svar
Kl. 10:50 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylking, Viðreisn, Píratar, Sjálfstæðisflokkur
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði auk áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins þakka góða kynningu á vinnu við endurskoðun á stefnu og hlutverki Strætó. Við fögnum þeirri stefnu að leggja aukna áherslu á tíðari ferðir á stofnleiðum. Hún fellur vel að samgöngumiðuðu skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að skilvirkar og vistvænar almenningssamgöngur leika lykilhlutverk í því að létta á umferðinni og gera borgina byggilegri. Þær eru auk þess mikilvægur liður í þeirri stefnu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.