Fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, samráð við hagsmunaaðila Laugaveg og Skólavörðustígs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði Flokkur fólksins eftirfarandi fyrirspurn:
Svar

Fyrirspurnir Flokks fólksins í tengslum við tillögu Flokks fólksins um að hafa samráð við hagsmunaaðila Laugavegs og Skólavörðustígs. 1. Hversu margir í meirihlutanum hafa rekið eigin fyrirtæki, staðið undir sköttum, skyldum og launagreiðslum til starfsmanna sinna eins og eigendur hinna mjölmörgu fyrirtækum sem starfa á umræddu svæði hafa gert í áraraðir.2. Gerir meirihlutinn sér grein fyrir því að rekstrargrundvelli er verið að kippa undan mörgum þeirra sem reka verslun og þjónustu á umræddu svæði?3. Hefur meirihlutinn gengið úr skugga um að Reykjavíkurborg beri skylda til að fara í grendarkynningu meðal íbúa og fyrirtækjarekendur vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunnar í miðborginni.

Bókanir og gagnbókanir
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins þakkar hið staðlaða embættismannasvar.Í fyrirspurnunum var áhersla á að haft sé samráð við hagsmunaaðila þessa svæðis enda þarna um lífsstarf margra að ræða. Nú hefur það verið staðfest að ekkert samráð hefur verið haft við einn einasta rekstraraðila af þessum 247 sem hafa andmælt lokunum með undirskrift sinni. Það er óásættanlegt að borgarmeirihlutinn telji sig geta sópað öllum þessum fyrirtækjum í burtu með varanlegum breytingum á aðkomu og aðgengi að þessum fyrirtækjum án þess að ræða við kóng né prest. Minna má þennan meirihluta á að við búum í lýðræðisríki. Að bera fyrir sig í þessu máli samþykktir, lög og reglugerðir eru bara útúrsnúningar enda er það borgin sem semur samþykktirnar og setur reglur. Hvergi í lögum segir að hægt sé með aðgerð sem þessari án samráðs að valda slíku tjóni sem hér hefur verið gert. Á bak við eitt fyrirtæki er heil fjölskylda og af þessu svari að dæma virðist vera afar lítill skilningur á því hjá meirihlutanum. Nú liggur fyrir í glænýrri könnun að þessi aðgerð með varanlega lokun stríðir gegn meirihluta rekstraraðila og borgarbúa nema þeirra sem búa á svæðinu og yngra fólki sem sækja skemmtanalífið. Væri einhver skynsemi til, ætti meirihlutinn umsvifalaust að endurskoða stefnu sína er varðar þetta mál.
  • Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar og fulltrúi Viðreisnar leggur fram svohljóðandi bókun:
    Samkvæmt gildandi samþykkt skipulags- og samgönguráðs skal ráðið móta stefnu í skipulags- og samgöngumálum og taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri umhverfis- og skipulagssviðs og að samþykktum og stefnumörkun Reykjavíkurborgar á verksviði ráðsins sé fylgt. Öll meðferð skipulagsmála er í fullu samræmi við bindandi ákvæði skipulagslaga þ.m.t. varðandi grenndarkynningu eða annað lögbundið samráð. Að öðru leyti verður ekki séð að efni fyrirspurnarinnar snúi að verksviði skipulags- og samgönguráðs og verður því ekki svarað á þeim vettvangi. Bent er á að í gildi eru reglur borgarstjórnar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar og má nálgast upplýsingar um þau atriði sem borgarfulltrúum er skylt að skrá opinberlega, á vef Reykjavíkurborgar.