Fyrirspurnir Flokks fólksins í tengslum við tillögu Flokks fólksins um að hafa samráð við hagsmunaaðila Laugavegs og Skólavörðustígs. 1. Hversu margir í meirihlutanum hafa rekið eigin fyrirtæki, staðið undir sköttum, skyldum og launagreiðslum til starfsmanna sinna eins og eigendur hinna mjölmörgu fyrirtækum sem starfa á umræddu svæði hafa gert í áraraðir.2. Gerir meirihlutinn sér grein fyrir því að rekstrargrundvelli er verið að kippa undan mörgum þeirra sem reka verslun og þjónustu á umræddu svæði?3. Hefur meirihlutinn gengið úr skugga um að Reykjavíkurborg beri skylda til að fara í grendarkynningu meðal íbúa og fyrirtækjarekendur vegna fyrirhugaðrar varanlegrar lokunnar í miðborginni.