Reykjavíkurborg velur jólahverfi borgarinnar ár hvert í nóvember.Tillagan felur í sér að Reykjavíkurborg velji ( eða láti kjósa) eitt hverfi árlega sem Jólahverfi Reykjavíkur. Með slíkur vali er verið að vekja athygli á umræddu hverfi og gera hverfinu hátt undir höfði. Reykjavíkurborg mun sjá um skreytingar í hverfinu og lýsa hverfið hátt og lágt. Ýmsar uppákomur í samvinnu við hin ólíku starfandi félög á svæðinu.Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs leggur til að tillöguninni verði vísað frá. Tillögu vísað frá með fjórum atkvæðum fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.