Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Flokki fólksins, Farartálmar og flöskuhálsar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 39
5. júní, 2019
Annað
‹ 22. fundarliður
23. fundarliður
Fyrirspurn
Á 39. fundi skipulags- og samgönguráðs dags. 5. júní 2019 lagði áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins fram eftirfarandi tillögu:
Svar

Farartálmar og flöskuhálsar eru víða í borginni á álagstímum. Einn er sá flöskuháls sem tefur alla þá sem upp í Efra Breiðholt ætla á álagstímum. Draga má verulega úr þeim töfum sem vegfarendur upplifa og þurfa að sæta á leið sinni upp í Efra Breiðholt. Þegar ekið er upp Stekkjabakka til austurs og síðan beygt til hægri við Höfðabakkann í átt til Efra Breiðholts eru þar iðulega miklar umferðarteppur á álagstímum. Vegfarendur sem ætla í átt að Höfða og Árbæjarhverfi fara þessa leið og stífla alla umferð í Efra Breiðholtið. Tillaga Flokks fólksins er að unnið verði að úrbótum með því að gerð verði frárein sem byrjar vestast á Stekkjabakkanum og upp á Höfðabakkann og þar með yrði leiðin greið fyrir vegfarendur sem þurfa upp í Efra Breiðholt.