Ágengar plöntutegundir í borgarlandinu, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 40
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Kynning á kortlagningu og aðgerðum á ágengum plöntutegundum og árangri starfsins í fyrra og framhald þess í ár.
Svar

Fulltrúi Miðflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði leggur fram svohljóðandi bókun:

Gestir
Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
    Fulltrúar meirihlutans í skipulags- og samgönguráði og umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir þakkir fyrir erindið sem sannarlega var áhugavert og faglega flutt. Rétt er að halda til haga að árlega fær umhverfis- og heilbrigðisráð kynningu á ágengum plöntum í borgarlandinu, kortlagningu þeirra, aðgerðum og árangri. Kynningin sem hér var flutt er því uppfærð frá þeirri sem ráðið fékk á árinu 2018.
  • Sjálfstæðisflokkur, Umhverfis- Og Heilbrigðis-Svið
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og heilbrigðisráði taka undir að útrýma þarf og halda í skefjum hættulegum plöntum í borgarlandinu. Mikilvægt er að leitað verði leiða til að upplýsa almenning betur um skaðsemi plantna á borð við Bjarnarkló, Húnakló og Tröllahvönn sem víða finnast á einkalóðum og telja að borgarbúar verði jafnframt hvattir til að eyða þeim úr görðum sínum. Upplýsingar þurfa að vera tiltækar og aðgengilegar á vef borgarinnar um hvar þessar plöntur eru í borgarlandinu og hvernig sé best staðið að eyðingu þeirra.