Orkuskipti í samgöngum, kynning
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 40
12. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Kynning á orkuskiptum í samgöngum, styrkir til fjöleignahúsa.
Svar

Fulltrúi Miðflokksins í umhverfis- og heilbrigðisráði leggur fram svohljóðandi bókun:

Bókanir og gagnbókanir
  • Fulltrúar Pírata fulltrúar Samfylkingarinnar, fulltrúi Viðreisnar og fulltrúi Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
    Mat á losun gróðurhúsalofttegunda frá fólksbifreiðum á höfuðborgarsvæðinu sýnir svart á hvítu hversu nauðsynlegt það er að ráðast í metnaðarfullar aðgerðir til að til að ná markmiðum Reykjavíkurborgar og standast skuldbindingar Parísarsamkomulagsins. Ljóst er að rafbílavæðing og aukin sparneytni bifreiða er langt því frá nægjanleg. Það er því nauðsynlegt að auka nýtingu og afkastagetu almenningssamgangna og auka hlutfall gangandi og hjólandi og draga þannig úr akstri bifreiða. Það er framtíðin.
  • Sjálfstæðisflokkur, Umhverfis- Og Heilbrigðisráð, Skipulags- Og Samgöngu-Ráð
    Jákvæð skref hafa verið tekin til að ýta undir orkuskipti. Ætla má við að orkuskiptin í samgöngum muni gerast hraðar en búist var við og því nauðsynlegt að innviðirnir verði til staðar til að gera borgarbúum kleift að eiga og reka rafbíl. Þegar innviðir eru til staðar auðveldar það borgarbúum að hlaða bíla sína og gæti það jafnframt orðið hvati fyrir borgarbúa til orkuskipta. Ljóst er að fara þarf í öflugra átak til að mæta hraðri þróun í orkuskiptum í samgöngum hverjar svo sem þær eru.