Grár dagur - viðbragðsáætlun við grunn- og leikskóla á Höfuðborgarsvæði, viðbragðsáætlun um aukin loftgæði í kring um leikskóla í borginni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga Bíllausa dagsins um gerð viðbragðsáætlunar um aukin loftgæði í kring um leikskóla í borginni, sbr. bréf Forsvarsmanna Bíllausa dagsins, dags. 26. júní 2019. Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagssviði, samgöngustjóra að vinna aðgerðaráætlun í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Vísað til borgarráðs.
Svar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi undir afgreiðslu þessa erindis. Gunnlaugur Bragi Björnsson tekur sæti formanns undir afgreiðslu þessa liðs.