Skýrsla stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólstæðamálum, tillögur stýrihóps um stýringu bílastæða.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 42
3. júlí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram skýrsla stýrihóps um strefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum dags. í júní 2019. Einnig er lagt fram bréf stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum, dags. 1. júlí 2019.  Tillögur sem koma fram í bréfi stýrihóps um stýringu bílastæða, dags. 28. júní 2019, eru samþykktar með fjórum atkvæðum Fulltrúa Pírata, fulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa Viðreisnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu erindisins. Tillögunum er vísað til meðferðar hjá umhverfis- og skipulagssviði, samgöngustjóra.
Svar

Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

Gestir
Lilja Sigurbjörg Harðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið, Einnig tekur Daði Baldur Ottósson, ráðgjafi hjá Eflu verkfræðistofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir.
Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking, Viðreisn, Píratar
    Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata fagna fram komnum tillögum stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum. Hér eru stigin mikilvæg skref sem m.a. auka gagnsæi og innsigla tengsl nýtingar og verðlagningar. Stýring og gjaldskylda bílastæða er öflugasta verkfæri borga til að stýra landnotkun og tryggja sjálfbæra þróun lands sem er gríðarlega mikilvægt í baráttunni við loftslagsbreytingar og til að ná fram breyttum ferðavenjum. Þá tekur ráðið undir þá niðurstöðu stýrihópsins að ástæða sé til að endurskoða tengsl bílastæðagjalds og íbúakorta. Æskilegt er að erindisbréf liggi fyrir á næsta fundi skipulags- og samgönguráðs svo nýr stýrihópur geti hafið störf sem fyrst.
  • Sjálfstæðisflokkur
    Margt jákvætt er að finna í niðurstöðum stýrihópsins og mikilvægt að stefna í þessum málaflokki liggi fyrir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndu vilja sjá frekari hvata fyrir skammtímanotkun bílastæða. Mikið álag er á bílastæðum í götum vegna fjölgunar bílaleigubíla ferðamanna. Borið hefur á því að bílum hafi verið lagt um langa hríð í íbúða- og verslunargötum. Rétt væri að lækka gjald fyrir skammtímastæði s.s. fyrstu 60 mínútur á móts við hærra gjald fyrir langtímastöðu þannig að fleiri nýti stæðin. Þetta myndi til dæmis gagnast rekstraraðilum þar sem betri aðgangur væri að stæðum í grennd. Þá er rétt að ítreka samþykkta tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 5. febrúar síðastliðnum um rekstur bílastæðahúsa. Borgarstjórn samþykkti að fela "umhverfis- og skipulagssviði að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni." Rétt væri að sú vinna væri til lykta leidd í samhengi við þessar niðurstöður.
  • Flokkur fólksins
    Flokkur fólksins vill bóka um þessar niðurstöður stýrihópsins sem mikið ganga út á að stýra því hvaða samgöngumáta fólk velur. Reynt er með þessum aðgerður að gera bílafólki eins erfitt fyrir og hægt er, að koma á bílnum sínum inn á viss svæði. Á meðan ekki er boðið uppá strætó sem fýsinlegan kost er svona aðgerðir afar ósanngjarnar. Verklagsreglur varða ný gjaldsvæði og verðbreytingar gjaldsvæða. Flokkur fólksins vill ítreka að borgin er fyrir alla og hugsunin verður að vera sú að minnka tafir fyrir alla og finna öllum farartækjum stað í borginni með sanngjörnum hætti. Eins og þetta lítur út er sífellt verið að finna leiðir til að koma höggi á bílaeigendur og gera þeim æ erfiðara fyrir að koma á bíl sínu á ákveðið svæði. Nú á að stækka gjaldskyldusvæði, lengja tíma og bæta við gjaldskyldu á sunnudegi. Rökin fyrir þessu eru all sérstök þ.e. að með hækkun bílastæðagjalds þá skapist fleiri auð stæði. Hér á einn ökumaður að líða á kostnað hins? Bílastæðahúsin eru mjög erfið mörgum. Það þarf að huga að því að einfalda aðkomu og aðgengi að bílastæðahúsum. Margir eldri borgarar og ungir ökumenn treysta sér ekki í þau, aðkoma virkar flókin og fólk óttast að lokast inni með bíl sinn t.d. þar sem enginn umsjón er á svæðinu.