Háteigsvegur 6, bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Háteigsvegur 6
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lagt er til að eitt stæði við Háteigsveg 6 verði merkt sérstaklega fyrir hreyfihamlaða. Stæðið sé merkt með D01.21 og viðeigandi yfirborðsmerkingu. Einnig er lagt fram umsögn Umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngustjóra dags. 9. ágúst 2019 Samþykkt með fyrirvara um samþykki lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sbr. 2. mgr. 81.gr. umferðarlaga nr. 50/1987.
Svar

Áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins bókar: Það vekur athygli að einungis er um að ræða eitt bílastæði fyrir hreyfihamlaða og er spurning hvort fleiri stæði fyrir hreyfihamlaða er á þessari götu. Þar sem Háteigsvegur er nálægt Rauðárstíg og Hlemmi gæti verið gott að hafa fleiri stæði fyrir hreyfihamlaða á Háteigsvegi.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103211 → skrá.is
Hnitnúmer: 10012367