Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Skutla
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og samgönguráð nr. 43
14. ágúst, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram ályktunartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins dags. 6. júní 2019: Flokkur fólksins leggur til að borgin reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu.  Spurning er að prófa þetta í tilraunaskyni, tímabundið. Skutla taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað að svæðinu bæði vegna lokunar gatna en einnig vegna framkvæmda. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli og eiga erfitt um gang ama. Ekki  hefur verið haft viðhlítandi samráð við fólkið í borginni, hagsmunaaðila og öryrkja hvort þeim yfirleitt hugnast þessar lokanir hvað þá varanlegar lokanir. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði og fara um það á skömmum tíma. Vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar til umsagnar.